Góð viðbrögð við ákalli Blóðbankans

Margir hafa lagt leið sína í Blóðbankann í vikunni til …
Margir hafa lagt leið sína í Blóðbankann í vikunni til að gefa blóð. Kristinn Ingvarsson

Safnast hafa rúmlega 300 einingar blóðs frá því á mánudagsmorgni þegar Blóðbankinn sendi frá sér tilkynningu um að skortur væri á blóði í landinu.

„Blóðgjafar hafa streymt til okkar til að tryggja öruggar birgðir blóðs í aðdraganda Verslunarmannahelgar. Blóðbankinn vill hvetja blóðgjafa sem eiga kost á því að heimsækja Blóðbankann fimmtudag eða föstudag, að koma við og hjálpa þeim sem þurfa á blóði að halda vegna sjúkdóma eða slysa,“ segir í fréttatilkynningu.

Opið er í dag frá kl.  08-19  og á morgun frá kl. 08-12

Takmark Blóðbankans er að safna 100 einingum til viðbótar fyrir helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert