Hefur beðið ráðherra afsökunar

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra, seg­ist hafa rætt við Elías Jón Guðjóns­son, aðstoðarmann henn­ar, um óheppi­leg­an tölvu­póst sem komst í frétt­ir í vik­unni. Hafi Elías Jón beðist af­sök­un­ar  og hann hafi einnig beðist op­in­ber­lega af­sök­un­ar á mál­inu í Rík­is­út­varp­inu í gær.

Í skrif­legu svari við spurn­ingu Morg­un­blaðsins um hvort það telj­ist eðli­legt að aðstoðarmaður mennta­málaráðherra, taki að sér að sjá fjöl­miðlum fyr­ir upp­lýs­ing­um um svo­nefnt Magma-mál, seg­ir Katrín, að það sé vel þekkt að aðstoðar­menn ráðherra vinni sam­an þvert á ráðuneyti og ráðherra enda fundi þeir all­ir reglu­lega og vinna sam­an að mál­um.

„Ég tók ekki þátt í þeirri ráðherra­nefnd sem fjallaði um málið og því er þetta ekki hluti af verk­efn­um míns ráðuneyt­is sér­stak­lega. Hins veg­ar var Elías áður starf­andi í fjár­málaráðuneyti, vel fram á þetta ár, og hann hef­ur tjáð mér að í þessu til­felli hafi blaðamaður haft sam­band við sig og hann ætlað sér í fram­hald­inu að hafa sam­band við aðstoðarmann fjár­málaráðherra," seg­ir Katrín í svar­inu.

Hauk­ur Arnþórs­son, stjórn­sýslu­fræðing­ur, seg­ir við Morg­un­blaðið í dag, að hlut­verk hvers ráðuneyt­is sé mjög skýrt og það sé mjög vandað ákvæði um sam­starf og samþætt­ingu verk­efna í lög­um um Stjórn­ar­ráð Íslands. Því sé mjög óeðli­legt, eins og skipu­lag stjórn­ar­ráðsins sé, að menn blandi sér í mál­efna­svið hvers ann­ars.

Katrín var spurð hvernig standi á því að aðstoðarmaður henn­ar,  sem beri við að vera í fæðing­ar­or­lofi, sinni um­rædd­um verk­efn­um og það í gegn­um net­fang mennta­málaráðuneyt­is.  Hún seg­ist geta staðfest, að Elías Jón hafi verið í fæðing­ar­or­lofi frá störf­um sín­um í tvo mánuði og verði sjálf­ur að svara hvernig hann verji því. Skýra þurfi hins veg­ar regl­ur um notk­un net­fanga í ráðuneyt­um og gera grein fyr­ir þeim þar sem iðulega fylgi líka und­ir­skrift með titli ráðuneyt­is­ins - eðli­leg­ast sé að nota slík net­föng ein­göngu tengd því starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert