Hvalfjarðargöng fá falleinkunn

Ekið í Hvalfjarðargöngunum.
Ekið í Hvalfjarðargöngunum. mbl.is/Júlíus

Hval­fjarðargöng­in fá fall­ein­kunn hjá Sam­tök­um þýskra bí­leig­enda (ADAC) sem könnuðu ör­ygg­is­mál í 26 jarðgöng­um í Evr­ópu. Sam­tök­in segja að fern göng hafi fengið rauða spjaldið. Hval­fjarðargöng­in komi hins veg­ar verst út af þeim.

Ný jarðgöng í Frakklandi, sem eru skammt frá Par­ís, komu best út í könn­un­inni hvað varðar ör­ygg­is­mál. ADAC seg­ir að þau setji í raun nýtt viðmið. 

ADAC seg­ir aft­ur á móti að Hval­fjarðargöng­in stand­ist ekki þær ör­yggis­kröf­ur sem menn geri í Evr­ópu. Ljóst sé að úr­bóta sé þörf, enda göng­in á botn­in­um skv. könn­un­inni.

Þeir þætt­ir sem koma verst út úr könn­un­inni er viðbúnaður ef neyðar­til­vik koma upp, viðbrögð við eldi, flótta- og út­göngu­leiðir og loftræst­ing í göng­un­um. Fram kem­ur, að ekk­ert sjálf­virkt viðvör­un­ar­kerfi sé í Hval­fjarðargöng­um, sem þýði, að loka þurfi göng­un­um hand­virkt og hringja á slökkvilið ef eld­ur kem­ur upp og þannig geti dýr­mæt­ur tími tap­ast. 

Aðstæður í 16 göng­um eru sagðar mjög góðar, góðar í fern­um og viðun­andi í tvenn­um. Könn­un­in var gerð  í 13 Evr­ópu­lönd­um und­ir merkj­um EuroTap (Europe­an Tunn­el Assess­ment Programme).

Fram kem­ur jafn­framt, að aðstæður í mörg­um jarðgöng­um í Evr­ópu séu þannig, að þau muni ekki geta upp­fyllt nýj­ar evr­ópsk­ar ör­ygg­is­regl­ur, sem taka gildi árið 2014. 

Al­geng­ustu ágall­arn­ir, sem tald­ir eru á evr­ópsk­um jarðgöng­um, eru að þar skorti hátal­ara svo hægt sé að vara öku­menn við slys­um, skort­ur sé á bruna­hön­um og lýs­ing oft lé­leg. 

Auk Hval­fjarðargang­anna náði út­tekt­in til jarðganga í Aust­ur­ríki, Belg­íu, Króa­tíu, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu, Hollandi, Nor­egi, Slóven­íu, Spán­ar og Sviss.  

Könn­un ADAC.

Um­fjöll­un í Focus.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert