Jóhanna fer til Kanada

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Kristinn Ingvarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra verður heiðurs­gest­ur á Íslend­inga­hátíðum í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um dag­ana 30. júlí – 2. ág­úst. Íslend­inga­hátíð er nú hald­in í 111. sinn í Mountain, Norður Dakóta og í 121. sinn í Gimli í Manitoba.

Jó­hanna mun taka þátt í dag­skrá og menn­ing­ar­viðburðum á hátíðunum og flytja ávarp á hvor­um stað.

For­sæt­is­ráðherra mun einnig funda með Greg Sel­in­ger, for­sæt­is­ráðherra Manitoba, og taka þátt í fjöl­breytt­um menn­ing­ar­viðburðum og heim­sókn­um tengd­um vest­ur­ferðum Íslend­inga í upp­hafi síðustu ald­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert