Stofnunin Economist Intelligence Unit hefur tekið saman skýrslu um gæði líknarþjónustu, sem veitt er deyjandi sjúklingum í 40 ríkjum. Samkvæmt skýrslunni er þessi þjónusta best í Bretlandi en Ísland er í 25. sæti.
Í skýrslunni fær Bretland lof fyrir gott skipulag á hjúkrunarþjónustu og líknarþjónustu þótt heilbrigðiskerfi landsins sé ekki talið með því besta í heimi.
Indland er neðst á listanum ásamt Úganda, Kína og Brasilíu. Noregur er efstur Norðurlandanna, í 13. sæti, Svíþjóð er í 16. sæti, Danmörk í 22. sæti og Finnland í 28. sæti.
EIU segir, að í mörgum ríkjum löndum sé líknarþjónusta bágborin og séu ýmsar ástæður fyrir því, m.a. skipulagsleysi.