Lenti undir fjórhjóli

Slysið varð á sveitavegi rétt við nyrðri enda Hvalfjarðarganga.
Slysið varð á sveitavegi rétt við nyrðri enda Hvalfjarðarganga. Sverrir Vilhelmsson

Maður á þrítugs­aldri fékk minni­hátt­ar höfuðáverka og missti meðvit­und þegar hann velti fjór­hjóli og lenti und­ir því í dag. Slysið varð á sveita­vegi rétt við Hval­fjarðargöng­in um klukk­an 17.00 í dag. Maður­inn var flutt­ur á sjúkra­hús á Akra­nesi. Hann er grunaður um ölv­un við akst­ur.

Maður­inn var kom­inn til fullr­ar meðvit­und­ar í kvöld og meiðsl hans ekki tal­in al­var­leg, að sögn lög­regl­unn­ar á Akra­nesi. Maður­inn var einn á ferð og missti stjórn á fjór­hjól­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert