Lítið að marka Moody's

Moody's hefur breytt horfunum fyrir lánshæfismat Íslands úr stöðugum í …
Moody's hefur breytt horfunum fyrir lánshæfismat Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þannig að ég gef lítið fyr­ir póli­tísk­ar álykt­an­ir láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­anna. Ég tel að þau starfi al­mennt ekk­ert sér­stak­lega fag­lega,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar, aðspurður um þau tíðindi að Moo­dy's skuli afa breytt horf­um fyr­ir láns­hæf­is­mat Íslands úr stöðugum í nei­kvæðar.

Láns­hæfis­fyr­ir­tækið Moo­dy's rök­styður breyt­ing­una með vís­an til þess að tals­verð óvissa sé uppi í banka­kerf­inu í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar um geng­islán­in.  

Sig­mund­ur Davíð set­ur spurn­ing­ar­merki við tíma­setn­ing­una.

„Í fyrsta lagi finnst mér þetta koma dá­lítið seint hjá þeim því það hef­ur einn dóm­ur gengið í millitíðinni frá þess­um dómi Hæsta­rétt­ar, auk þess sem maður hef­ur efa­semd­ir um að þeir hafi það al­veg á hreinu út á hvað þetta geng­ur enda eru bank­arn­ir ekki á fram­færi rík­is­ins, þó að reynd­ar geti komið til þess miðað við það sem ráðherr­arn­ir segja, það er að ríkið myndi hugs­an­lega setja eitt­hvað meira fé inn í bank­ana,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð og vís­ar til hug­mynda um að ríkið komið með aukið fé inn í bank­ana ef þörf kref­ur vegna geng­is­dóms­ins. 

Trú­verðug­leik­inn far­inn

Máli sínu til stuðnings vís­ar Sig­mund­ur Davíð til ný­legr­ar grein­ar í tíma­rit­inu Bus­iness Week þar sem þeirri spurn­ingu er varpað fram hvers vegna nokk­ur maður skyldi enn taka mark á láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­un­um eft­ir krepp­una, í ljósi ráðlegg­inga þeirra áður en hag­pól­an sprakk. 

„Mér hafa fund­ist þau bæði fyr­ir fjár­málakrís­una og í henni miðri og eft­ir hana sýna fram á það, sem þau hafa verið gagn­rýnd fyr­ir, að þau snú­ist meira um póli­tík en raun­veru­leg­ar hag­stærðir.

Það má þá bera þetta sam­an við ný­leg­ar frétt­ir af því að skulda­trygg­ingarálag Íslands hafi ekki verið jafn lágt lengi, enda erum við Íslend­ing­ar að flytja út miklu meira en við erum að flytja inn. Þannig að ég gef lítið fyr­ir póli­tísk­ar álykt­an­ir láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­anna. Ég tel að þau starfi al­mennt ekk­ert sér­stak­lega fag­lega,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert