Moody's metur horfur neikvæðar

Moody's metur lánshæfishorfur Íslands neikvæðar.
Moody's metur lánshæfishorfur Íslands neikvæðar. Nærmynd

Mats­hæfis­fyr­ir­tækið Moo­dy's met­ur horf­ur fyr­ir láns­hæfis­ein­kunn Íslands nei­kvæðar í ljósi dóms Hæsta­rétt­ar um geng­islán­in, að því er seg­ir í frétt frá Bloom­berg frétta­stof­unni. Láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins nú er Baa3 sem er neðsta þrep svo­nefnds fjár­fest­inga­flokks.

Í frétt Bloom­berg seg­ir m.a. að dóm­ur Hæsta­rétt­ar frá 16. júní um geng­islán­in geti mögu­lega valdið miklu tapi bank­anna og kraf­ist þess að ríkið komi banka­kerf­inu til hjálp­ar. Horf­urn­ar fyr­ir láns­hæfis­ein­kunn­ina hafa verið stöðugar til þessa.

„Ekki er enn vitað hvað banka­kerfið mun tapa miklu vegna dóms­ins sem féll ný­lega en það er ljóst að Ísland stend­ur enn frammi fyr­ir veru­legri áhættu hvað varðar efna­hags­lega og fjár­mála­lega end­ur­reisn,“ sagði Kat­hrin Mu­ehl­bronner, helsti sér­fræðing­ur Moo­dy's um Ísland.

Moo­dy's nefndi það einnig að Íslend­ing­um hafi ekki tek­ist að leysa úr ágrein­ingi við Breta og Hol­lend­inga vegna  Ices­a­ve-máls­ins.

Í til­kynn­ingu  Moo­dy's seg­ir, að það myndi á móti hafa já­kvæð áhrif á horf­ur um láns­hæf­is­mat Íslands ef vís­bend­ing­ar sjá­ist um var­an­leg­an efna­hags­leg­an bata og að það tak­ist að greiða úr þeim óvissuþátt­um, sem nú er við að glíma. 

Moo­dy's breytti síðast láns­hæf­is­mati fyr­ir ís­lenska ríkið 23. apríl sl. en þá var horf­um fyr­ir matið breytt úr nei­kvæðum í stöðugar.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert