Stjórnendur og bankamenn vel launaðir

Jón G. Hauks­son, rit­stjóri Frjálsr­ar versl­un­ar, sagði að álagn­ing­ar­skrá rík­is­skatt­stjóra, sem birt var í gær, sýndi að laun stjórn­enda fyr­ir­tækja og banka hafi ekki lækkað mikið eft­ir fjár­mála­hrunið haustið 2008.

Frjáls versl­un gef­ur í dag út sér­stakt blað með upp­lýs­ing­um um tekj­ur 3000 ein­stak­linga, unn­ar upp úr álagn­ing­ar­skrám. Jón sagði, að 200 launa­hæstu for­stjór­arn­ir hafi að meðaltali verið með 2,2 millj­ón­ir króna á mánuði í skatt­skyld­ar launa­tekj­ur á síðasta ári miðað við álagt út­svar. Þá hefðu 200 launa­hæstu næ­stráðend­urn­ir í fyr­ir­tækj­um verið með um 1700 þúsund á mánuði og meðallaun 350 næ­stráðenda, sem fjallað er um í blaðinu, voru 1350 þúsund.  

Þá sagði Jón að meðallaun 200 launa­hæstu banka­mann­anna hefðu verið 2 millj­ón­ir á mánuði á síðasta ári.

Sam­kvæmt út­tekt Frjálsr­ar versl­un­ar fékk Árni Pét­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri  Teym­is, hæstu laun for­stjóra í fyr­ir­tækj­um á síðasta ári, ef miðað er við skatt­skyld­ar tekj­ur, 13.659 þúsund krón­ur á mánuði. Þor­steinn M. Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, var með 10.389 þúsund og Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, for­stjóri VÍS, var með 8722 þúsund krón­ur á mánuði. 

Guðmund­ur Krist­ins­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var launa­hæst­ur starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja sam­kvæmt út­tekt Frjálsr­ar versl­un­ar, en hann var með 20.386 þúsund krón­ur á mánuði. Óttar Páls­son, for­stjóri Straums, var með 11.276 þúsund og Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, með 10.770 þúsund. 

Í flokkn­um ýms­ir menn úr at­vinnu­líf­inu var Guðmund­ur A. Birg­is­son, bóndi á Núp­um, með 9905 þúsund á mánuði, Björn Trausta­son, húsa­smíðameist­ari, var með 9497 þúsund og Sæv­ar Karl Ólason, kaupmaður,  með 8172 þúsund.

Af næ­stráðend­um í fyr­ir­tækj­um var Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri Sam­herja, launa­hæst­ur með 13.802 þúsund á mánuði,  Dav­id John Kjos, fram­kvæmda­stjóri hjá Norðuráli, var með 6621 þúsund, og Mark Burgess Keatley, fjár­mála­stjóri Acta­vis Group, með 5861 þúsund krón­ur.

Ólaf­ur Ragn­ar Grímss­son, for­seti Íslands, var með 1562 þúsund á mánuði á síðasta ári. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var með 1231 þúsund krón­ur og Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, alþing­ismaður, með 1174 þúsund. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, var með 1076 þúsund krón­ur á mánuði.

Eyþór Arn­alds, bæj­ar­full­trúi í Árborg, var með hæst laun í flokki sveit­ar­stjórn­ar­manna, 1691 þúsund á mánuði. Árni Sig­fús­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ var með 1678 þúsund, og Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, 1527 þúsund.  Jón Gn­arr Krist­ins­son, borg­ar­stjóri, var með 1359 þúsund.

Í flokki starfs­manna hags­muna­sam­taka og aðila vinnu­markaðar­ins var Jó­hann­es Sig­geirs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins, með 4036 þúsund á mánuði, Orri Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, með 3776 þúsund og Guðmund­ur Hall­v­arðsson, formaður stjórn­ar Hrafn­istu, með 1836 þúsund.

Sverr­ir Hauk­ur Gunn­laugs­son, sendi­herra í Bretlandi, var með hæstu laun­in í flokki emb­ætt­is­manna og for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja, 2194 þúsund. Jón­as Fr. Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, var með 1724 þúsund og Bolli Þór Bolla­son, ráðuneyt­is­stjóri, með 1509 þúsund.

Sig­urður Haf­stein, hæstrétt­ar­lögmaður,  er efst­ur í flokki lög­fræðinga, með 4222 þúsund krón­ur. Ingvar Svein­björns­son, hrl., var með 3561 þúsund krón­ur og Bjarni Þór Óskars­son, hrl. með 2903 þúsund. 

Jó­hann Gunn­ar Jó­hanns­son, end­ur­skoðandi, er með hæst­ar launa­tekj­ur af end­ur­skoðend­um, sem Frjáls versl­un skoðar, 4482 þúsund. Sig­urður Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri KPMG, var með 2204 þúsund og Heim­ir Þor­steins­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi, var með 2059 þúsund.

Ólaf­ur Guðmunds­son, augn­lækn­ir, var tekju­hæst­ur lækna, með 4499 þúsund á mánuði. Þor­steinn Jó­hann­es­son, yf­ir­lækn­ir á Ísaf­irði, var með 2942 þúsund og Friðrik Jóns­son, lækn­ir á Stykk­is­hólmi, með 2765 þúsund.

Í flokki flug­fólks var Hall­dór Þ. Sig­urðsson, flug­stjóri hjá Icelanda­ir, með 2107 þúsund krón­ur. Ein­ar E. Guðlaugs­son, flug­stjóri hjá Icelanda­ir, var með 1880 þúsund og Hilm­ar Bald­urs­son, flugrekstr­ar­stjóri og flug­stjóri, var með 1872 þúsund.

Í flokki verk­fræðinga var Elías Skúli Skúla­son, véla­verk­fræðing­ur, með 2561 þúsund í mánaðarlaun sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá. Svan­laug­ur Sveins­son, tækni­fræðing­ur, var með 2107 þúsund og Pálmi Krist­ins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Smáralind­ar, með 1979 þúsund.

Gunn­laug­ur Garðars­son, Ak­ur­eyri, var með 5675 þúsund krón­ur á mánuði sam­kvæmt álagn­ing­ar­skránni, Cecil Har­alds­son, Seyðis­firði, var með 1112 þúsund, og Sig­urður Sig­urðar­son, vígslu­bisk­up á Skál­holti, var með 992 þúsund krón­ur. 

Í flokki aug­lýs­inga­fólks var Ólaf­ur Ingi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Íslensku aug­lýs­inga­stof­unn­ar, með 1101 þúsund á mánuði, Jón Sæ­munds­son, fram­kvæmda­stjóri ENNEMM, var með 1028 þúsund og Atli Freyr Sveins­son, fram­kvæmda­stjóri Íslensku aug­lýs­inga­stof­unn­ar, með 1017 þúsund.

Í flokki lista­manna var Þór­hall­ur Sig­urðsson (Laddi) tekju­hæst­ur með 2264 þúsund krón­ur að jafnaði í mánaðarlaun, Friðrik Þór Friðriks­son, kvik­mynda­gerðarmaður, var með 1521 þúsund og Hall­ur Helga­son, kvik­mynda­gerðarmaður, með 1362 þúsund. 

Guðmund­ur Otri Sig­urðsson, aflraunamaður, var tekju­hæst­ur í flokki íþrótta­manna og þjálf­ara, með 2199 þúsund. Eva Sól­ey Guðbjörns­dótt­ir, íþrótta­kona, var með 1957 þúsund og Will­um Þór Þórs­son, knatt­spyrnuþjálf­ari, með 1307 þúsund.

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, var tekju­hæst­ur fjöl­miðlamanna, með 3806 þúsund, Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Press­unn­ar, var með 1810 þúsund og Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðsins, var með 1559 þúsund.

Í flokki skóla­manna var Kristján Jó­hanns­son, lektor HÍ og stjórn­ar­formaður Icepharma, með 2210 þúsund á mánuði, Jón Sig­urðsson, há­skóla­kenn­ari, með 2027 þúsund og Stefán B. Sig­urðsson, rektor HA, með 1823 þúsund.

Í flokki sjó­manna og út­gerðarmanna var Óskar Freyr Brynj­ars­son, Vest­manna­eyj­um, með 3728 þúsund, Gylfi Viðar Guðmunds­son, stýri­maður, Vest­manna­eyj­um, með 3083 þúsund og Guðmund­ur H. Guðmunds­son, skip­stjóri, Vest­manna­eyj­um, með 3015 þúsund. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert