Tjaldborg rís í Herjólfsdal

Eyjamenn voru önnum kafnir við að tjalda í dag.
Eyjamenn voru önnum kafnir við að tjalda í dag. mbl.is/Sigurgeir

Tjaldborg heimamanna í Vestmannaeyjum er nú að rísa í Herjólfsdal en Eyjamenn fengu að velja sér tjaldsvæði í gærkvöldi á mínútunni klukkan 18. Í dag hafa þeir tjaldað eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi.

Búist er við metfjölda á þjóðhátíðina, sem hefst formlega á morgun en í kvöld er haldið svonefnt húkkaraball, einskonar forleikur að hátíðinni. 

Fram kemur á vefnum eyjafrettum.is, að ríflega 11.600 farþegar hafi bókað far til Eyja með Herjólfi í þessari viku en reikna megi með að einhver hluti farþeganna fyrri part vikunnar hafi verið í dagsferðum. Hjá Flugfélagi Íslands eiga 1272 farþegar bókað far til Eyja frá fimmtu­degi til sunnudags og um 400 hjá Mýflugi.

Reikna megi með að um 12.000 gestir komi með Herjólfi og flugi. Þá er áætlað að um 2000 heimamenn verði í Herjólfsdal um helgina og því megi reikna með 14 þúsund gestum í dalnum í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert