585.648 bresk pund kyrrsett

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Slitastjórn Glitnis banka fékk í dag úrskurð um að kyrrsett verði 585.648 bresk pund, sem millifærð voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar voru kyrrsettar í Bretlandi 11. maí.  Þetta svarar til rúmlega 110 milljóna króna.

Í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis segir, að millifærslurnar hafi verið til Bohemian Partners LLP, Tina Maree Kilmister, Aspiring Capital Partners LLP og Jeffreys Ross Blue. Var umrætt fé kyrrsett samkvæmt úrskurði dómara í London í dag.

Segir slitastjórnin, að kyrrsetningarnar gildi einungis um það fé sem þessir aðilar fengu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eftir að alþjóðleg kyrrsetning var gerð á eignum hans.  Ekki var krafist kyrrsetningar á öðrum eignum viðkomandi aðila.

Fjárhæðin rann til tveggja einstaklinga og félaga þeim tengdum, þeirra Tinu Marie Kilmister og Jeffrey Ross Blue. Bæði eru tengd Baugi Group. Tina Marie var á tímabili varamaður í Fasteignafélaginu Stoðum. Blue var á uppgangsárum ráðinn inn í stjórnendateymi Baugs Group , en hann starfaði áður hjá fjárfestingabankanum Merrill Lynch.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert