Athugasemdir við jarðgangaúttekt

Sólarhringsvakt er í gjaldhliðinu við Hvalfjarðargöng.
Sólarhringsvakt er í gjaldhliðinu við Hvalfjarðargöng. Árni Sæberg

Spöl­ur, sem á og rek­ur Hval­fjarðargöng, ger­ir veru­leg­ar at­huga­semd­ir við út­tekt EuroTap á göng­un­um og ekki síst umræðunar sem spannst í fram­hald­inu. Spöl­ur greiddi eina millj­ón til EuroTap­verk­efn­is­ins til að fá göng­in bor­in sam­an við ýmis önn­ur jarðgöng í Evr­ópu.

Spöl­ur seg­ir að hafa verði fyr­ir­vara á sam­an­b­urði EuroTap. Sam­tök­in not­ist við eig­in mæli­stiku á ágæti veg­ganga en ekki op­in­bera og viður­kennda staðla.

Göng­in voru á sín­um tíma byggð sam­kvæmt gild­andi stöðlum. Ný reglu­gerð tók gildi 2004 og lét Spöl­ur gera út­tekt á því hvað þyrfti að gera til að mæta kröf­um í nýju reglu­gerðinni. Skýrsl­an var til­bú­in 2009 og í fram­haldi af henni var gerð áætl­un til árs­ins 2014 um hvernig bregðast skyldi við. Af 20 atriðum sem EuroTap finn­ur að eru níu atriði þegar á fram­kvæmda­áætl­un Spal­ar.

Þá bend­ir Spöl­ur á að í sam­an­b­urði 26 veg­ganga víðsveg­ar í Evr­ópu hafi 14 gang­anna fjög­urra ára og yngri en Hval­fjarðargöng. Sam­an­b­urður­inn sé því í mörg­um til­vik­um eins og að bera sam­an epli og app­el­sín­ur. 

„Flest göng­in eru með mun meiri um­ferð en Hval­fjarðargöng (þar af leiðandi aðrar ör­yggis­kröf­ur til þeirra gerðar), meiri­hluti gang­anna er tvö­fald­ur (tvenn göng hlið við hlið). Síðast en ekki síst virðast Hval­fjarðargöng­in hafa þá sér­stöðu að vera neðan­sjáv­ar en flest ef ekki öll önn­ur göng í könn­un­inni eru á landi,“ seg­ir í frétt Spal­ar.

Spöl­ur seg­ir að Þjóðverji sem kom til að taka út göng­in hafi skoðað þau í klukku­tíma í fylgd full­trúa Spal­ar og hvorki mælt þar lýs­ingu né annað.  „Spal­ar­menn fengu hins veg­ar lista með ein­um 600 spurn­ing­um sem þeir vörðu drjúg­um tíma í að svara í þágu EuroTap,“ seg­ir í frétt Spal­ar.

Þá bend­ir Spöl­ur á að í Hval­fjarðargöng­um sé sól­ar­hrings­vakt í gjald­skýli alla daga árs­ins eitt mik­il­væg­asta ör­yggis­atriði gang­anna.  Spöl­ur spyr hvort það gildi um önn­ur göng sem könnuð voru.

Frétt Spal­ar um út­tekt EuroTap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert