Börn í vélarvana báti

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Land­helg­is­gæsl­an kom vél­ar­vana bát til hjálp­ar úti fyr­ir Laug­ar­nestanga í Reykja­vík og dreg­ur bát­ur gæsl­unn­ar hann nú að landi. Ekki var mik­il hætta á ferðum og skil­yrði góð að sögn vakt­manns í varðstöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar en börn voru um borð og því voru hafðar hraðar hend­ur.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð til og var niður­streymi þyrlu­spaðanna notað til að ýta bátn­um frá landi svo koma mætti í hann taug en hann var kom­inn al­veg upp í fjörugrjótið við tang­ann. Seig einn björg­un­ar­maður úr þyrlunni og í bát­inn.

Að sögn vakt­manns á varðstof­unni gekk aðgerðin vel og var verk­efnið leyst far­sæl­lega.

Leiðrétt­ing, sett inn 31. júlí kl. 8:48

Hið rétta er að það var björg­un­ar­bát­ur frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg sem dró vél­ar­vana bát­inn til hafn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert