Búist við 16.000 á þjóðhátíð

Farþegar ganga um borð í Herjólf í Landeyjahöfn.
Farþegar ganga um borð í Herjólf í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið verður um að vera um versl­un­ar­manna­helg­ina. Fjöl­marg­ar hátíðir eru í boði um land allt fyr­ir þá sem eru á far­alds­fæti jafnt sem heima­menn. Nú sem fyrr stefna flest­ir á Þjóðahátíð í Eyj­um. Bú­ist er við að um 16.000 gest­ir muni taka þátt í fjör­inu um helg­ina.

Veður­spá­in um mest allt land er ágæt og því ætti veðrið ekki að stöðva tjald­ferðalanga. Mbl.is sló á þráðinn til nokk­urra sem eru að standa fyr­ir hátíðum um helg­ina.

Veðurguðirn­ir hliðholl­ir Eyja­mönn­um

„Það er gríðarleg­ur mann­fjöldi að streyma til Vest­manna­eyja, og við erum til­bún­ir með Herjólfs­dal. Veðurguðirn­ir ætla að leika við okk­ur líka. Við get­um ekk­ert annað en brosað,“ seg­ir Páll Scheving Ingvars­son þjóðhátíðar­nefnd­armaður í sam­tali við mbl.is. Hátíðin var sett með form­leg­um hætti klukk­an 14:30.

Hann seg­ir að 14.000 hafi mætt á hátíðina í fyrra, en nú sé bú­ist við á bil­inu 15.500 til 16.000 gest­um. Fyrstu gest­irn­ir hafi byrjað að mæta í byrj­un vik­unn­ar og þeir séu smátt og smátt að fylla dal­inn. 

Mik­ill mann­fjöldi var á húkk­ara­ball­inu í gær­kvöldi. Það fór að mestu leyti vel fram en Páll seg­ir að ávallt sé þó mis­jafn sauður í mörgu fé. Þrír voru hand­tekn­ir vegna lík­ams­árása á ball­inu.

Það verður af nógu að taka í Eyj­um. Í kvöld mun m.a. Björg­vin Hall­dórs­son stíga á svið og syngja fyr­ir Eyja­menn og gesti auk þess sem KK mun frum­flytja hið eina sanna þjóðhátíðarlag.

Tel­ur bros

Mar­grét Blön­dal, fram­kvæmd­ar­stjóri Einn­ar með öllu, seg­ir góða stemn­ingu ríkja á Ak­ur­eyri. Fleiri séu mætt­ir á tjaldsvæðið í dag en á sama tíma und­an­far­in ár. „Mér sýn­ist þetta vera allt eins og okk­ur dreym­ir um,“ seg­ir hún. Aðspurð seg­ir hún veðrið vera ágætt, skýjað en hlýtt.

Klukk­an fjög­ur hefst kirkjutröppu­hlaup og er mik­ill spenn­ing­ur í kring­um það að sögn Mar­grét­ar. Þá verður óska­laga­kvöld í Ak­ur­eyr­ar­kirkju í kvöld, sem hef­ur vakið mikla lukku und­an­far­in ár. Margt fleira verði í boði um helg­ina, jafnt fyr­ir unga sem aldna.

Hún seg­ir aðspurð að það sé ávallt erfitt að segja nokkuð til um hversu marg­ir muni sækja hátíðina heim á Ak­ur­eyri. „Ég seg­ist alltaf telja bros,“ seg­ir hún og hlær.

Hverfagrill og skrúðganga

Neista­flug á Nes­kaupsstað hefst með form­leg­um hætti í kvöld. Að sögn Bjarts Sæ­munds­son­ar var hins veg­ar tekið for­skot á sæl­una í gær­kvöldi, m.a. með drullu­bolta og Deep Purple tón­leik­um.

Í kvöld verður hverfagrill og skrúðganga niður í miðbæ þar sem hátíðin verðu sett. Nóg verður í boði al­veg fram á sunnu­dag þegar hátíðinni verður slitið með brekku­söng og flug­elda­sýn­ingu. „Spá­in er allt í lagi og það er von­andi að það hald­ist,“ seg­ir Bjart­ur.

Fjöl­menni í drull­unni

Bú­ist er við fjöl­menni á Ísa­fjörð þar sem keppt verður í mýr­ar­bolta. Skrán­ing fer fram í kvöld og svo verður dregið í riðla við hátíðlega at­höfn. Loks verður haldið ball.

Klukk­an 10 í fyrra­málið hefst keppn­in og verður spilað til klukk­an 17 eða 18. Um 35 lið munu keppa og er bú­ist við að kepp­end­ur verði rúm­lega 400 tals­ins. Keppn­in var fyrst hald­in árið 2004.

„Það er að tín­ast inn í þorpið. Fólk er að koma og það er mik­il stemn­ing. Mótið verður hið veg­leg­asta. Þetta er glæsi­leg­asta um­gjörðin sem við höf­um haft á mót­inu hingað til,“ seg­ir Jó­hann Bær­ing Gunn­ars­son, um­sjón­ar­maður Mýr­ar­bolt­ans.

Sviðið er tilbúið á Ráðhústorgini á Akureyri.
Sviðið er til­búið á Ráðhús­torg­ini á Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ​or­geir
Búast má við hörkukeppni á Ísafirði í ár. Mynd úr …
Bú­ast má við hörku­keppni á Ísaf­irði í ár. Mynd úr safni. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert