Ekkert jafnast á við þjóðhátíð

00:00
00:00

Allt bend­ir til þess að fjölda­met verði slegið á þjóðhátíð í Eyj­um í ár. Bú­ist er við um sex­tán þúsund manns í Herjólfs­dal  en það er meira en fyr­ir ári þegar metið var slegið síðast. Helg­in fer vel af stað og seg­ir formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar að það sé ekki síst góðu veðri að þakka..

Nú þegar hef­ur fjöldi fólks komið sér fyr­ir í Herjólfs­dal og víðar í Vest­manna­eyj­um. Stemn­ing­in var hvarvetna góð, jafnt hjá ung­um sem öldn­um gest­um.

Í kvöld stíga lista­menn­irn­ir K.K. og Björg­vin Hall­dórs­son meðal annarra á
stokk. Sá fyrr­nefndi er höf­und­ur þjóðhátíðarlags­ins í ár, sem hann seg­ir að fangi róm­an­tík­ina í daln­um um versl­un­ar­manna­helgi. K.K. er tíður gest­ur á þjóðhátíð og spilaði þar síðast fyr­ir ári. Björg­vin Hall­dórs­son er hins veg­ar að spila fyr­ir brekk­una í fyrsta sinn síðan 1989.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert