Ekkert jafnast á við þjóðhátíð

Allt bendir til þess að fjöldamet verði slegið á þjóðhátíð í Eyjum í ár. Búist er við um sextán þúsund manns í Herjólfsdal  en það er meira en fyrir ári þegar metið var slegið síðast. Helgin fer vel af stað og segir formaður þjóðhátíðarnefndar að það sé ekki síst góðu veðri að þakka..

Nú þegar hefur fjöldi fólks komið sér fyrir í Herjólfsdal og víðar í Vestmannaeyjum. Stemningin var hvarvetna góð, jafnt hjá ungum sem öldnum gestum.

Í kvöld stíga listamennirnir K.K. og Björgvin Halldórsson meðal annarra á
stokk. Sá fyrrnefndi er höfundur þjóðhátíðarlagsins í ár, sem hann segir að fangi rómantíkina í dalnum um verslunarmannahelgi. K.K. er tíður gestur á þjóðhátíð og spilaði þar síðast fyrir ári. Björgvin Halldórsson er hins vegar að spila fyrir brekkuna í fyrsta sinn síðan 1989.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert