Ekki hætta á greiðsluþroti

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Ernir

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna, að engin yfirvofandi hætta sé á greiðsluþroti íslenska ríkisins.

Segir hann að matsfyrirtækið Moody's hafi gengið of langt en fyrirtækið breytti í gær horfum fyrir lánshæfiseinkunn ríkisins úr stöðugum í neikvæðar og vísaði til dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána. 

Gylfi segir, að lánshæfiseinkunnin sé þegar lægri en hún ætti að vera og því væri  það óverðskuldað ef einkuninn lækkaði frekar. Lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins hjá Moody's er nú Baa3, einum flokki ofan við svokallaðan ruslflokk. 

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert