Framkvæmdastjóri Pressunnar segir í yfirlýsingu, vegna orða Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, að engir styrktaraðilar hafi nokkru sinni kostað störf einstakra blaðamanna á Pressunni, hvorki Baugur Group né aðrir.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
Vegna ummæla Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu vill Pressan.is taka fram, að engir styrktaraðilar hafa nokkru sinni kostað störf einstakra blaðamanna á Pressunni, hvorki Baugur Group né aðrir. Aðdróttunum um slíkt er algjörlega vísað á bug sem ósönnum og rakalausum þvættingi.
Fh. Pressunnar
Arnar Ægisson framkvæmdastjóri