Hagstæða vöruskipti í júní

mbl.is/Heiddi

Flutt­ar voru út vör­ur fyr­ir tæpa 48 millj­arða króna í júní og inn fyr­ir 39,3 millj­arða króna. Vöru­skipt­in í júní voru því hag­stæð um 8,7 millj­arða króna. Í júní 2009 voru vöru­skipt­in hag­stæð um 6,2 millj­arða króna á sama gengi, að því er fram kem­ur á vef Hag­stof­unn­ar.

Fyrstu sex mánuðina 2010 voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 277,4 millj­arða króna en inn fyr­ir 213,6 millj­arða króna. Af­gang­ur var því á vöru­skipt­un­um við út­lönd sem nam 63,9 millj­örðum en á sama tíma árið áður voru þau hag­stæð um 41,9 millj­arða á sama gengi. Vöru­skipta­jöfnuður­inn var því 22,0 millj­örðum króna hag­stæðari en á sama tíma árið áður.

Útflutn­ing­ur
Fyrstu sex mánuði árs­ins 2010 var verðmæti vöru­út­flutn­ings 14,6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjáv­ar­af­urðir voru 38,5% alls út­flutn­ings og var verðmæti þeirra 5,3% meira en á sama tíma árið áður.  Útflutt­ar iðnaðar­vör­ur voru 57,3% alls út­flutn­ings og var verðmæti þeirra 45,1% meira en á sama tíma árið áður. Aukn­ing varð í verðmæti út­flutn­ings iðnaðar­vara, aðallega áls. Einnig varð aukn­ing í  út­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða en sam­drátt­ur varð í út­flutn­ingi á skip­um og flug­vél­um.


Inn­flutn­ing­ur
Fyrstu sex mánuði árs­ins 2010 var verðmæti vöru­inn­flutn­ings 13,4 millj­örðum eða 6,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukn­ing varð í inn­flutn­ingi á hrá- og rekstr­ar­vöru og fjár­fest­ing­ar­vöru en á móti kom sam­drátt­ur í inn­flutn­ingi á flutn­inga­tækj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert