Mikill verðmunur á lyfum Actavis

Mikill munur er á verði lyfja frá Actavis hér á landi og í Danmörku, að því er kom fram í verðkönnun sem Sjónvarpið gerði. Var kannað verð nokkurra lyfja sem Actavis framleiðir og eru seld í báðum löndum.

Fram kom í fréttum Sjónvarps, að lyf gegn beinþynningu sé tæplega átta sinnum dýrara á Íslandi en í Danmörku.

Haft var eftir talsmanni Actavis, að ástæðan sé mismunandi stærð markaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert