Seðlabankastjóri bjartsýnn

Már Guðmundsson. Úr myndasafni.
Már Guðmundsson. Úr myndasafni. Kristinn Ingvarsson

Þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hafi breytt horfunum fyrir lánshæfismat Íslands úr stöðugum í neikvæðar telur Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilefni til bjartsýni. Undirliggjandi þættir í hagkerfinu bendi til að leiðin liggi upp á við.

Rætt er við Má vegns breytts lánshæfismats Moody's í Morgunblaðinu í dag en þar lýsir hann yfir þeirri skoðun sinni að Icesave-deilan hafi óveruleg áhrif á breytinguna nú.

Rökstyður hann það með því að ekkert nýtt hafi komið fram í deilunni síðan Moody's breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í kjölfar þess að 2. hluti lánsfjáráætlunar AGS var afgreiddur 19. apríl sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert