Fréttaskýring: Skerðing lífeyris vegna verðbóta er keðjuverkandi

Vext­ir sem líf­eyr­isþegar Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins fá skerða tekj­ur þeirra, hvort sem vext­irn­ir eru í raun verðbæt­ur til að viðhalda eign­inni eða raun­veru­leg ávöxt­un. Það sama á við þótt vext­irn­ir haldi ekki í við verðbólg­una og eign­in sé í raun að minnka að raun­gildi.

Líf­eyr­ir sem Trygg­inga­stofn­un reikn­ar út í árs­byrj­un og greiðir fólki mánaðarlega er í raun áætl­un sem bygg­ist á tekju­áætlun sem líf­eyr­isþeg­arn­ir bera form­lega ábyrgð á. Málið er síðan gert upp um mitt næsta ár, þegar talið hef­ur verið fram til skatts. Þá fá marg­ir bak­reikn­ing frá Trygg­inga­stofn­un.

Hvernig má það vera að tæp­lega helm­ing­ur þeirra líf­eyr­isþega sem fengu fjár­magn­s­tekj­ur á ár­inu 2009 hafi ekki gert Trygg­inga­stofn­un grein fyr­ir þeim? Greini­legt er að flest­ir treysta til­lögu Trygg­inga­stofn­un­ar að tekju­áætlun og sökkva sér ekki ofan í málið. Það er að mörgu leyti skilj­an­legt. Ástæðan fyr­ir því að til­laga Trygg­inga­stofn­un­ar er ekki betri varðandi vext­ina er aft­ur sú að inn­eign­ir geta breyst hratt og ekki síður sú staðreynd að fjöldi fólk taldi ekki skatt­frjáls­ar inn­eign­ir í bönk­um og vexti af þeim fram til skatts. Það breytt­ist þegar bank­arn­ir voru skyldaðir til að gefa skatt­in­um þetta upp ár­lega og farið var að setja upp­lýs­ing­arn­ar sjálf­virkt inn á skatt­fram­töl. Trygg­inga­stofn­un hef­ur nú betri upp­lýs­ing­ar og það leiðir von­andi til færri bak­reikn­inga næsta sum­ar.

Hrein eigna­upp­taka

Áhrif­in eru keðju­verk­andi, eins og Guðmund­ur vek­ur at­hygli á. Þannig geta niður­greiðslur á sjúkraþjálf­un fallið niður þótt tekju­trygg­ing skerðist aðeins um nokkr­ar krón­ur vegna vaxta­tekna. Það get­ur dregið úr mögu­leik­um ör­yrkja að halda sér í formi og afla tekna og meira verður að sækja til rík­is­ins.

Kem­ur í bakið á fólki

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert