Staðfesting héraðsdóms mun eyða óvissu

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði í símaviðtali við Reu­ters frétta­stof­una að það muni eyða mik­illi óvissu og draga úr erfiðleik­um bank­anna ef Hæstirétt­ur staðfest­ir ný­leg­an dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur um vexti á geng­islán­um.

Reu­ters ræddi við Stein­grím í fram­haldi af ákvörðun mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moo­dy's í gær um að breyta láns­hæfis­horf­um Íslands úr stöðugum í nei­kvæðar.  Moo­dy's nefndi óvissu um hver áhrif dóms Hæsta­rétt­ar frá 16. júní um ólög­mæti geng­islán­anna verði á ís­lensku bank­ana. 

Stein­grím­ur benti þá á ný­leg­an dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að lánþegar skuli greiða ís­lenska vexti af lán­um sín­um. „Ef Hæstirétt­ur staðfest­ir dóm héraðsdóms snemma í haust þá mun það eyða mestu af óviss­unni og gera að verk­um að áhrif­in verði ekki eins al­var­leg og viðráðan­legri,“ sagði Stein­grím­ur (í laus­legri þýðingu mbl.is).

Stein­grím­ur sagði einnig að ef dóm­ur héraðsdóms verði staðfest­ur þá muni bank­arn­ir hafa fjár­hags­legt svig­rúm til að ráða við mest­an hluta taps­ins.  Í því til­viki þyrfti ríkið að leggja bönk­un­um til allt frá ekki neinu og upp í tugi millj­arða.

Þá sagði fjár­málaráðherr­ann að Íslandi gengi bet­ur en bú­ist var við eft­ir efna­hags­hrunið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert