Umferð hleypt á nýja brú yfir Hvítá í október

Þótt opnað verði fyrir umferð í haust verður bundið slitlag …
Þótt opnað verði fyrir umferð í haust verður bundið slitlag ekki lagt á veginn fyrr en næsta vor. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Austara haf nýrrar brúar yfir Hvítá hjá Flúðum verður steypt í ágúst. Þegar steypan hefur fengið sinn tíma til að harðna og lokið hefur verið frágangi við mannvirkið verður hægt að hleypa umferð á.

Verktakinn býst við að það geti orðið í október, heldur fyrr en samið var um. Jarðvinna er á undan áætlun og hefur því minni áhersla verið á hana að undanförnu. Vegurinn vestan við brúna er að mestu tilbúinn og austari kaflinn langt kominn, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert