Verður að forgangsraða þrátt fyrir þrengingar

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

„Það skýrist endanlega í ágúst. Við höfum almennt miðað við að hann verði um 9%,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra aðspurð um hvenær tíðinda af fyrirhuguðum niðurskurði hjá RÚV sé að vænta.

Stjórn RÚV sendi frá sér harðorða ályktun í júníbyrjun vegna niðurskurðarins en úr orðum Katrínar má lesa að hann verði á því bili sem stjórn stofnunarinnar óttaðist.

„Það er ljóst að RÚV þarf að forgangsraða í sínum rekstri. Við sjáum þess þegar merki hjá stofnuninni að það hefur þrengt að henni. Við munum reyna að finna bestu forgangsröðunina í samstarfi við RÚV.“

Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, segir ýmsar leiðir til niðurskurðar á teikniborðinu en að ekkert hafi verið ákveðið ennþá.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert