Gekk yfir landið á 19 dögum

Louis-Philippe Loncke.
Louis-Philippe Loncke.

Belg­inn Lou­is-Phil­ippe Loncke kom í gær að suður­strönd lands­ins eft­ir að hafa gengið frá Rifstanga nyrst að land­inu að Kötlu­tanga syðst á 19 dög­um. Belg­inn fékk enga aðstoð á leiðinni og bar all­ar vist­ir með sér.

„Ég er ánægður með að vera á lífi," sagði hann við aðstoðar­menn sína. 

Fram kem­ur á heimasíðu Lonckes, að hann hafi með þess­ari göngu­ferð viljað rann­saka hvernig lík­am­inn bregst við erfiðum aðstæðum en á leiðinni þurfti Belg­inn að ganga yfir nán­ast all­ar teg­und­ir af lands­lagi, klífa fjöll og jökla og vaða ár. 

Fram kem­ur, að síðustu tveir dag­arn­ir hafi verið erfiðast­ir en þá gekk Loncke yfir hluta af Mýr­dals­jökli.

Loncke stefn­ir að því að ganga þessa leið aft­ur að vetr­ar­lagi. 

Heimasíða Lonckes

Kortið sýnir í grófum dráttum hvar Belginn gekk á milli …
Kortið sýn­ir í gróf­um drátt­um hvar Belg­inn gekk á milli Rifstanga og Kötlu­tanga. mbl.is/​EE
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert