Hvetja menn til málsókna

Fjöldi vinnuvéla var fjármagnaður með gengistryggðum lánasamningum.
Fjöldi vinnuvéla var fjármagnaður með gengistryggðum lánasamningum. mbl.is/RAX

Samtök iðnaðarins, SI, ætla að styðja félagsmenn sína í því að höfða prófmál gegn bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum, vegna mála sem tengjast gengistryggðum lánum.

„Við erum að meta hvernig verður að þessu staðið, en ég tel fullvíst að Samtökin muni annaðhvort sjálf eða í samstarfi við aðra styðja félagsmenn í að fara í tiltekin prófmál. Við teljum það nauðsynlegt,“ segir Helgi Magnússon, formaður SI, í Morgunblaðinu í dag. Hann vill lítið tjá sig um stemninguna innan Samtaka atvinnulífsins vegna þessara mála, en þar eru fjármálafyrirtækin einnig. Segir það „svolítið snúna“ stöðu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þó haldinn hitafundur nýlega með SI og fulltrúum fjármálafyrirtækja þar sem hart var tekist á. Einnig mun vera til umræðu í fleiri aðildarsamtökum SA að styrkja félagsmenn til málsókna. Heimildarmaður orðaði það svo að fjármálafyrirtækin hefðu 15% vægi í samtökunum en hin 85 prósentin væru þolendur vegna lánveitinga þeirra.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert