Óvenju fáir voru að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur í nótt miðað við aðfaranótt laugardags, að sögn lögreglunnar. Nóttin var róleg hjá lögreglunni miðað við það sem almennt gerist í aðdraganda helgar.
Tveir ölvunarakstrar komu til kasta lögreglunnar og þykir það ekki mikið á aðfaranótt laugardags. Auk þess voru hefðbundin útköll vegna allskonar vandræða, hávaða, slagsmála, skemmdarverka og minniháttar slysa sem allt mátti rekja til ölvunar fólks, að sögn lögreglunnar.
Fimm gistu fangageymslur lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt.