Sölumennska og stuð í Eyjum

Mannlífið í Vestmannaeyjum blómstrar sem aldrei fyrr. Enn streymir að Þjóðhátíðargestum í Herjólfsdal og líklega mun ekki linna fyrr en annað kvöld. Þrátt fyrir að íbúafjöldinn hafi sennilegast fjórfaldast virðist fara vel um flesta í Eyjum. Lögreglan telur að 15 þúsund manns séu nú í Herjólfsdal.

Mbl.is tók púlsinn á gestum og gangandi í gær. Sölumaður í kjúklingabúning, Segway-tæki og sérmerktar bjórdósir voru meðal þess sem mátti sjá á götuhornum bæjarins og á tjaldstæðinu. Hvarvetna virtist fólk skemmta sér konunglega og oftar en ekki með hjálp gítarleiks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert