Sölumennska og stuð í Eyjum

00:00
00:00

Mann­lífið í Vest­manna­eyj­um blómstr­ar sem aldrei fyrr. Enn streym­ir að Þjóðhátíðargest­um í Herjólfs­dal og lík­lega mun ekki linna fyrr en annað kvöld. Þrátt fyr­ir að íbúa­fjöld­inn hafi senni­leg­ast fjór­fald­ast virðist fara vel um flesta í Eyj­um. Lög­regl­an tel­ur að 15 þúsund manns séu nú í Herjólfs­dal.

Mbl.is tók púls­inn á gest­um og gang­andi í gær. Sölumaður í kjúk­linga­bún­ing, Segway-tæki og sér­merkt­ar bjórdós­ir voru meðal þess sem mátti sjá á götu­horn­um bæj­ar­ins og á tjald­stæðinu. Hvarvetna virt­ist fólk skemmta sér kon­ung­lega og oft­ar en ekki með hjálp gít­ar­leiks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert