Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/RAX

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að staða Íslands hafi styrkst við þá yfirlýsingu fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingarsjóðum.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins. Sagði Bjarni að þessu hefðu sjálfstæðismenn haldið fram frá upphafi.

Í fréttum Útvarpsins sagði Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, að yfirlýsing fulltrúans í framkvæmdastjórn ESB væri athyglisverð og styrki stöðu Íslands í Icesave-deilunni. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hljóti að vera að notfæra sér það og að orð  Steingríms J. Sigfússonar um að þetta breyti engu veki nokkra furðu.

Steingrímur sagði við mbl.is á fimmtudag, að svör framkvæmdastjórnarinnar breyti ekki stöðu Íslands í neinum grundvallaratriðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka