Vilja frekar skera niður en hækka skatta

Um 70% þátttakenda í þjóðarpúlsi Gallup telja að ríkið eigi frekar að draga úr útgjöldum en hækka skatta, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. 3% voru því fylgjandi að ríkið eigi að hækka skatta í samræmi við tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nýlega en um 30% töldu að ríkið ætti að gera hvort tveggja.

Fram kom að 84% þátttakenda í könnuninni líst illa á tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en 5% líst vel á þær. Fram kom í fréttum Útvarpsins að karlar eru frekar jákvæðari í garð tillagnanna en konur og kjósendur Samfylkingarinnar frekar en kjósendur annarra flokka.

Þá kom fram að meirihluti, eða um 60%, telur að skattar á hátekjufólk séu of lágir, um 20% töldu þá of háa og 20% að þeir væru hæfilegir. Meirihluti taldi síðan að skattar á millitekjufólk og lágtekjufólk væru of háir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka