Beaty: Vilja ekki hætta við

Magma Energy hót­ar því að seinka eða hætta við stærstu er­lendu fjár­fest­ing­una á Íslandi frá banka­hrun­inu. Þetta kem­ur fram á vef Fin­ancial Times. Þar er haft eft­ir Ross Beaty, for­stjóra Magma, að fé­lagið vilji ekki hætta við en það hafi skyld­um að gegna gagn­vart hlut­höf­um.

Til stend­ur að ljúka yf­ir­töku Magma á HS orku í vik­unni, sam­kvæmt vef Fin­ancial Times en vegna ákvörðunar stjórn­valda um að setja rann­sókn af stað varðandi kaup­in þá sé samn­ing­ur­inn í upp­námi.

Hélt að fjár­fest­ingu Magma yrði fagnað

Ross Beaty seg­ir í viðtali við FT að Magma geti enn reynt að ljúka samn­ingn­um líkt og til stóð en fé­lagið íhugi stöðu sína, hvort seinka eigi kaup­un­um eða hætta við þau vegna póli­tískr­ar óvissu.

„Við vilj­um ekki láta okk­ur hverfa. En við erum með hlut­hafa sem eru að verða ansi von­svikn­ir með það sem er að ger­ast," seg­ir Beaty við FT.

Beaty seg­ist hafa talið að fjár­fest­ingu Magma yrði fagnað á sama tíma og efna­hags­örðug­leik­ar ríki á Íslandi. Þess í stað hafi verið ráðist á fyr­ir­tækið og það ásakað um að ætla sér að ræna og rupla nátt­úru­auðlind­um og að hafa nýtt sér skúffu­fyr­ir­tæki í Svíþjóð til þess að fara á svig við regl­ur sem banna fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja í ríkj­um fyr­ir utan evr­ópska efna­hags­svæðið í ís­lensk­um orku­fyr­ir­tækj­um.

Í frétt FT er vitað til orða tón­list­ar­kon­unn­ar Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur sem sagði ný­verið í sam­tali við FT að Íslend­ing­ar óttuðust að vera þriðja heims þræl­ar með því að selja burt all­ar nátt­úru­auðlind­ir sín­ar.

Magma gert að blóra­böggli fyr­ir allt sem miður fór

Seg­ir Beaty að Magma sé gert að blóra­böggli fyr­ir alla þá slæmu viðskipta­hætti sem leiddu til fjár­mála­hruns­ins á sín­um tíma. Fyr­ir­tækið þurfi að gjalda fyr­ir þann mikla ótta og van­traust sem myndaðist í kjöl­far hruns­ins.

Hann var­ar við því að  fjand­skap­ur í garð Magma geti fælt aðra út­lenda fjár­festa frá á sama tíma og Íslend­ing­ar strita við að byggja upp efna­hag lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert