Enn hefur komið upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi sem framleiddur er hjá Matfugli ehf. Fyrirtækið sendi einnig út viðvörun fyrir helgina.
Um er að ræða kjúkling með eftirtöldum rekjanleikanúmerum:
126-10-25-2-51
126-10-25-4-53
126-10-25-3-52
Hefur dreifing á vörunni verið stöðvuð og er unnið við að innköllun vörurnar.
Matfugl segir, að hafi fólk ferska kjúklinga heima hjá sér sé það beðið um að gæta að rekjanleikanúmerinu, sem sé að finna á umbúðunum, og skila kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls í Mosfellsbæ.
Fyrirtækið segir, að kjúklingurinn sé hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru.