„Farið hefur fé betra“

Atli Gíslason
Atli Gíslason

„Ég segi bara: Farið hef­ur fé betra,“ sagði Atli Gísla­son, þingmaður Suður­kjör­dæm­is og nefnd­armaður í iðnaðar­nefnd Alþing­is, um þau orð Ross Beaty, for­stjóra Magma Energy að fyr­ir­tækið íhugi að seinka eða hætta við kaup á HS Orku.

„Það þyrfti að skoða ná­kvæm­lega hverj­ir standa á bakvið þetta fyr­ir­tæki, hvort það sé ekki gamli REI-hóp­ur­inn og Geys­ir Green-menn­irn­ir og fleiri,“ sagði Atli.

Hann seg­ir þekkt að þegar ríki lendi í fjár­mála­erfiðleik­um komi „há­karl­ar“ sem vilji ná und­ir sig auðlind­um og öðru. „Þetta eru há­karl­ar sem eru að koma inn - ég held að þeir ættu að ein­beita sér að öðru en Íslandi,“ sagði Atli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert