Fíkniefnamálin nálgast 40

Myndin er tekin í gegnum vefmyndavél sem má sjá á …
Myndin er tekin í gegnum vefmyndavél sem má sjá á mbl.is.

Fíkniefnamál sem komið hafa upp í Vestmannaeyjum eru að nálgast 40 á yfirstandandi Þjóðhátíð, að sögn lögreglunnar í Eyjum. Nokkur  bættust við í dag. Um helmingur efnanna sem haldlögð hafa verið er amfetamín, því næst kókaín en minnst af kannabis. Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni í dag.

Aðeins tveir sátu inni í fangageymslu síðustu nótt og enginn í dag. Lögreglan býr sig nú undir nóttina sem gæti orðið sú annasamasta á Þjóðhátíðinni. Spáð er rigningu þegar líður á nóttina.  Til staðar er áætlun ef veðrið verður vont. Þá verður íþróttahúsið opnað og hröktu fólki boðin þurr teppi og súpa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigurbjörg Sigurðardóttir: ???
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert