Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 01:54 í nótt til að leita að konu sem saknað var. Var konan á göngu á Reykjaheiði milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og villtist í þoku að sögn vaktmanns á varðstofu gæslunnar. Fannst konan heil á húfi.
Nákvæm skýrsla um málið liggur ekki fyrir ennþá þar sem björgunarmenn voru úrvinda eftir aðgerðina þegar þeir lentu klukkan 06:43 og gengu beint til hvílu. Liggja frekari málsatvik, þar á meðal hvenær konan fannst, því ekki fyrir að svo stöddu