Metfjöldi gesta í Eyjum

Í Herjólfsdal.
Í Herjólfsdal. mbl.is

„Metið er slegið,“ segir Páll Scheving Ingvarsson, nefndarmaður í þjóðhátíðarnefnd, um fjölda fólks á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það er mikið fjölmenni, ég reikna með að það hafi verið hér á bilinu fjórtán til fimmtán þúsund manns í gær. Og þá er allur dagurinn í dag eftir.“

Metfjöldi var á Þjóðhátíð í fyrra en þá heimsóttu um 14.000 manns Herjólfsdal. Páll segir von á fleiri gestum í dag og hyggur að um 1000 manns gætu bæst við áður en hátíðinni lýkur.

„Þetta fer mjög vel fram að öllu leyti, það var mjög gaman hérna í gær. Allir jákvæðir og hressir,“ segir Páll og kveður stemmninguna í dalnum mjög góða en þar var hann staddur þegar fréttamaður mbl.is náði tali af honum. Sól og blíða er að sögn Páls.

„Mér finnst fólk hafa tekið góða skapið með sér og auðvitað spillir veðrið ekki fyrir,“ segir Páll og kveður fólk vera tekið að skríða út úr tjöldunum; „Fólk er að tygja sig í sund, fá sér að borða og leyfa timburmönnunum aðeins að njóta sín.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert