Metfjöldi gesta í Eyjum

Í Herjólfsdal.
Í Herjólfsdal. mbl.is

„Metið er slegið,“ seg­ir Páll Scheving Ingvars­son, nefnd­armaður í þjóðhátíðar­nefnd, um fjölda fólks á Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um. „Það er mikið fjöl­menni, ég reikna með að það hafi verið hér á bil­inu fjór­tán til fimmtán þúsund manns í gær. Og þá er all­ur dag­ur­inn í dag eft­ir.“

Met­fjöldi var á Þjóðhátíð í fyrra en þá heim­sóttu um 14.000 manns Herjólfs­dal. Páll seg­ir von á fleiri gest­um í dag og hygg­ur að um 1000 manns gætu bæst við áður en hátíðinni lýk­ur.

„Þetta fer mjög vel fram að öllu leyti, það var mjög gam­an hérna í gær. All­ir já­kvæðir og hress­ir,“ seg­ir Páll og kveður stemmn­ing­una í daln­um mjög góða en þar var hann stadd­ur þegar fréttamaður mbl.is náði tali af hon­um. Sól og blíða er að sögn Páls.

„Mér finnst fólk hafa tekið góða skapið með sér og auðvitað spill­ir veðrið ekki fyr­ir,“ seg­ir Páll og kveður fólk vera tekið að skríða út úr tjöld­un­um; „Fólk er að tygja sig í sund, fá sér að borða og leyfa timb­urmönn­un­um aðeins að njóta sín.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert