Nóttin var róleg í Vestmannaeyjum miðað við aðfaranótt sunnudags um Verslunarmannahelgi. Að sögn lögreglumanns á vakt voru Þjóðhátíðargestir óvenjurólegir og voru menn því ánægðir með gang mála í Herjólfsdal. Þrír gistu þó fangageymslu en lögreglan benti á að þar væri „ekki uppselt“ ennþá.
Reiknað er með að lögð verði fram kæra vegna líkamsárásar um klukkan tvö í nótt. Telst árásin meiriháttar en hún mun þó ekki hafa verið mjög alvarleg og brotaþoli er ekki illa farinn. Lítið var um pústra og árekstra milli manna og eftir klukkan fjögur var mjög rólegt.
Nokkuð var fannst af fíkniefnum í gærkvöldi og nótt. Mest var tekið af örvandi efnum en það sama var uppi á teningnum á þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. Hafði lögreglumaður á vakt á orði að menn sæktu í „hröð“ efni til að endast hin miklu hátíðarhöld.
Lögreglan telur að 15 þúsund manns séu nú í Herjólfsdal.