Stærsta brekka á Íslandi

Árni, Sæþór og Jarl stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal.
Árni, Sæþór og Jarl stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. mbl.is/Guðrún Lilja

„Stærsta brekka á Íslandi," sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, kynnir á þjóðhátíð Vestmannaeyja í kvöld, en talið er að um sautján þúsund manns hafi sungið með Árna Johnsen í brekkusöngnum í Herjólfsdal.

Árni sagði raunar að þetta væri stærsta brekka Evrópu, Ameríku og Asíu en þjóðhátíðin er sú fjölmennasta, sem haldin hefur verið. Í fyrra var áætlað að nærri 14 þúsund manns hefðu verið í dalnum á sunnudagskvöld og það var met.

Áður en brekkusöngurinn hófst fékk Árni afhenta mynd frá þjóðhátíðarnefnd fyrir framlag sitt til hátíðanna undanfarna áratugi.

Árni fékk tvo Eyjamenn til liðs við sig í söngnum, þá Jarl Sigurgeirsson og Sæþór Vídó. Mjög góð stemmning var í dalnum og tók brekkan vel undir með Árna í söngnum en textunum var varpað á stóran skerm á sviðinu.  Brekkusöngnum var einnig útvarpað á Rás 2.

Í lok brekkusöngsins var þjóðsöngurinn sunginn og síðan var kveikt á 137 blysum í fjöllunum ofan við dalinn til merkis um að þetta væri 137. þjóðhátíðin í Eyjum.

Hægt er að fylgjast með brekkunni gegnum vefmyndavél á mbl.is.

Brekkan í Herjólfsdal í kvöld, séð gegnum vefmyndavél.
Brekkan í Herjólfsdal í kvöld, séð gegnum vefmyndavél.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert