Dýrkeypt ökuferð

mbl.is/Július

Ungur ökumaður, nýkominn með bílpróf, var tekinn á 139 km hraða á Gaulverjabæjarvegi, sem liggur til Stokkseyrar, um klukkan 11 í morgun. Ökuréttindi hans verða afturkölluð því pilturinn var þar með kominn með fjóra punkta í ökuferilsskrá. Ökuferðin mun reynast unga manninum dýrkeypt.

Ungi maðurinn verður nú að fara á sérstakt námskeið og taka bílprófið að nýju. Auk þess fær hann tæplega 100 þúsund króna sekt. Þessi ökuferð verður því unga manninum dýrkeypt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert