Stjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir furðu sinni og vandlætingu á því að ríkisstjórn Íslands skuli ráða í röðum kúlulánþega og braskara sem áttu þátt í og stuðlaði að því hruni sem hér varð í embætti hjá ríkinu.Þetta kemur fram í ályktun frá flokknum.
„Fólkið í landinu er í sárum vegna hegðunar kúlulánþega og braskara sem fá í röðum feld niður lán sín eða flytja skuldbindingar sínar yfir á aðrar kennitölur. Það er skoðun stjórnar Frjálslynda flokksins að svona vinnubrögð séu ekki boðleg fólkinu í landinu sem nú reynir hvað það getur til að standa við sínar skuldbindingar án þess að eiga möguleika á niðurfellingu né að fá leiðréttingu á sínum málum," segir ennfremur í ályktuninni.