Fjölmennustu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er lokið en að sögn Páls S. Ingvarssona, aðstandanda hátíðarinnar, er áætlað að rúmlega sextán þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal í gærkvöldi.
„Við erum mjög ánægðir með hvernig þetta gekk fyrir sig, við fengum góða gesti og Guð og gæfan voru með okkur um helgina.“
Veður í Vestmannaeyjum var þurrt alla helgina allt þar til um
fimmleytið í morgun og segir Páll því ástandið á brekkunni og öðrum
grónum svæðum í dalnum mun betra en ella þrátt fyrir metfjölda.
Herjólfur sigldi fyrstu ferð með Þjóðhátíðargesti upp á land klukkan hálfátta í morgun og næsta ferð er áætluð klukkan 10:30.
Þá er Flugfélag Íslands byrjað að flytja farþega til Reykjavíkur en áætlað er að 32 ferðir verði farnar í dag, auk einkaflugvéla og þyrluflugs.
Eins og sjá má á vefmyndavél mbl.is úr Herjólfsdal hefur mannfjöldinn skilið talsvert rusl eftir sig og bíður mikið verk þeirra er annast hreinsunarstörfin.