Mörg hundruð hafa blásið

Mikil umferð er nú um Landeyjahöfn.
Mikil umferð er nú um Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Hvolsvelli hefur verið með eftirlit í Landeyjahöfn í allan dag og verður áfram í nótt en Herjólfur siglir nú nótt og dag með Þjóðhátíðargesti. Mörg hundruð manns hafa blásið í áfengismæla og margir orðið að bíða áður en þeir töldust ökufærir.

Það voru einkum farþegar í fyrstu ferðunum í morgun sem enn voru nokkuð rykaðir eftir hátíðarhöldin og þurftu að láta renna betur af sér. Eftir því sem liðið hefur á daginn hefur ástandið verið betra og flestir verið í lagi, að sögn lögreglunnar. 

Í Landeyjahöfn er nú rigning og dumbungur yfir, nokkuð blæs og sjórinn svolítið úfinn en ekki stórsjór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert