Tjöld fjúka í Herjólfsdal

Eyjamenn taka niður tjöld nú í hádeginu en sum þeirra …
Eyjamenn taka niður tjöld nú í hádeginu en sum þeirra höfðu fokið. mynd/Olga

Mjög hvasst er nú í Herjólfsdal og hafa tjöld fokið þar í dag, bæði hvítu tjöldin, sem heimamenn eiga, og önnur tjöld. Eru íbúar í Eyjum nú í dalnum til að taka niður tjöldin.   

Að sögn Eyjamanna, sem mbl.is ræddi við, var aðkoman ekki skemmtileg þegar komið var í dalinn um hádegið en þá höfðu mjörg tjöld fokið. Veðrið var hins vegar eins og best var á kosið meðan á þjóðhátíðinni sjálfri stóð, þótt nokkur rigning væri í nótt.

Vindhraði var nú á hádegi 20 metrar á sekúndu á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert