Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa 12,3 milljarðar króna verið greiddir í atvinnuleysisbætur.
Áætlað er að heildargreiðslur atvinnuleysisbóta árið 2010 verði 23 milljarðar króna, sem er þremur milljörðum króna minna en áætlað er í fjárlögum fyrir árið.
Til grundvallar liggur spá Vinnumálastofnunar um að meðalatvinnuleysi ársins verði 8,1% sem er töluvert minna en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Í álagningartölum ríkisskattstjóra kemur m.a. fram að atvinnuleysisbætur námu á síðasta ári 20,5 milljörðum króna en efnahagskreppan kemur skýrt fram í þeim tölum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.