Margir fóru á sjó í dag á fyrsta degi nýs strandveiðitímabils. Alls voru 939 bátar og skip á sjó við Íslandsstrendur í hádeginu í dag, að sögn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þokkalegt sjóveður er víðast hvar við landið.
Samkvæmt reglum um strandveiðar er ekki leyft að stunda veiðarnar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum né heldur á lögbundnum frídögum. Dagurinn í dag var því fyrsti leyfilegi veiðidagurinn í ágúst.