Björk: Magma vinnur með AGS

Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi á Íslandi fyrir nokkrum vikum
Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi á Íslandi fyrir nokkrum vikum Árni Sæberg

„Magma Energy er að skoða hvort þeir geti keypt upp all­ar orku­auðlind­ir Íslands,“ full­yrti Björk við frétta­mann AFP að lokn­um blaðamanna­fundi í Hels­inki í gær­kvöldi. 

Björk er stödd í Hels­inki við kynn­ingu á þrívídd­ar­mynd um Múmí­nálf­ana en hún samdi og syng­ur aðallag mynd­ar­inn­ar.

„Þeir hafa þegar sýnt áhuga á að kaupa fimm orku­fyr­ir­tæki til viðbót­ar á Íslandi,“ sagði söng­kon­an enn­frem­ur í viðtal­inu.

„Magma Energy hef­ur það orðspor á sér að það vinni með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og kaupi upp nátt­úru­auðlind­ir í lönd­um sem standi á barmi gjaldþrots.“

Þá gagn­rýndi Björk að Magma Energy áformaði mikla stækk­un HS Orku til að út­vega orku til nýs ál­vers, en mest af ork­unni sem fyr­ir­tækið seldi færi þegar til ál­vera.

„Við erum með nóg af ál­ver­um á Íslandi,“ sagði söng­kon­an í viðtal­inu og lýsti því yfir að Ísland þyrfti að nýta ork­una meira í um­hverf­i­s­vænni iðnað.

Þá sagði hún að fjár­fest­ing­ar í fleiri ál­ver­um myndu ógna enn frek­ar bág­born­um efna­hag Íslands.

„Jafn­vel þótt þú hafi gam­an af ál­ver­um, sem ég geri ekki, hafa hag­fræðing­ar bent á nauðsyn þess að hafa fjöl­breytni,“ sagði söng­kon­an og bætti við að ef verð á áli félli myndi ís­lenskt efna­hags­líf fá stór­an skell.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert