Ekki gert ráð fyrir tapi ÍLS vegna vaxtamunar

Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs.
Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs. mbl.is/Árni Sæberg

Í áætlunum Íbúðalánasjóðs, ÍLS, er ekki gert ráð fyrir tapi vegna neikvæðs vaxtamunar, að sögn Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra sjóðsins.

Fjöldi uppboðsíbúða í bókum Íbúðalánasjóðs hefur aukist mjög á undanförnum misserum, en fram kom í Morgunblaðinu nýverið að birgðastaða uppboðsíbúða hefði náð 739 um mitt ár.

Á fyrstu sex mánuðum ársins hefði sjóðurinn jafnframt leyst til sín tæplega tvöfaldan fjölda allra innleystra íbúða síðasta árs. Aukin vanskil hjá sjóðnum orsaka þessa aukningu fullnustugerða sjóðsins, en uppboðsíbúðir eru óvaxtaberandi eignir eins og gefur að skilja og hafa því áhrif á vaxtamun sjóðsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert