Frá og með morgundeginum, 4. ágúst, mun flugfélagið Ernir fljúga áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Flogið verður alla daga vikunnar tvisvar á dag. Flogið er á 19 farþega skrúfuþotu af gerðinni Jetstream 32.
Fyrsta flug Ernis frá Reykjavík er klukkan átta í fyrramálið og frá Eyjum kl. 08:45.
Fyrir flýgur Flugfélagið Ernir áætlunarflug á Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur. Búist er við að farþegastreymi Flugfélagsins Ernis tvöfaldist við tilkomu áætlunarflugs til Eyja, samkvæmt fréttatilkynningu.