Leita að staðgengli Runólfs

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra, segir ráðherrann nú vinna hörðum höndum að því að finna tímabundin staðgengil Runólfs Ágústssonar, fyrrum umboðsmann skuldara, en hann sagði upp starfi sínu fyrr í kvöld.

„Það er nauðsynlegt að á morgun verði forstöðumaður til staðar til að halda stofnuninni opinni. Þar verður að vera stjórn á málunum svo við erum að reyna að finna staðgengil til að mæta,“ segir Sigrún sem segir mikla óvissu ríkja um ráðningu nýs umboðsmanns.

„Það er auðvitað tímabundinn staðgengill því í fyrramálið hittum við lögfræðinga til að skoða hvað það þýðir þegar einstaklingur sem metinn er hæfastur segir upp starfi sínu. Þýðir það að við þurfum að auglýsa starfið að nýju? Þýðir það að öðrum umsækjendum megi veita starfið?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert