Mest tekið í Borgarfirði

Þessar fjörugu stúlkur voru í góðum gír í Herjólfsdal ásamt …
Þessar fjörugu stúlkur voru í góðum gír í Herjólfsdal ásamt þúsundum annarra þjóðhátíðargesta. mbl.is/Sigurgeir

Skemmtanahald fór víðast hvar vel fram um helgina og hún var ein sú rólegasta í tvo áratugi hvað umferðina varðar. Samt voru tvær nauðganir tilkynntar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þar komu upp 40 fíkniefnamál og voru um 300 grömm af efnum gerð upptæk, mest afmetamín og kókaín.

Metfjöldi var í Eyjum, um 16.000 manns þegar mest var. Þessu var hins vegar öfugt farið í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi, þar sem Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um helgina, þar sem 12.000 manns voru saman komnir þegar leikar stóðu sem hæst.

Þar var hátt í hálft kíló af efnum gert upptækt frá miðvikudegi til mánudags, mest kannabisefni, en minna af hvítum efnum. Það var þó mest úr umferðinni og ekki tengt landsmótinu. Á mörgum öðrum útihátíðum komu engin fíkniefnamál upp.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert